Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Skólamynda ehf.

 

Skólamyndir ehf. kt. 520313-0520, er ljósmyndaþjónusta sem sérhæfir sig í einstaklings- og hópmyndatökum í samstarfi við leik- og grunnskóla víðs vegar um landið.

Skólamyndir ehf., er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga í gegnum vefinn www.skolamyndir.is. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á persónuvernd og að öll vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi persónuverndarlög.

 

Heimild til myndatöku og myndbirtinga á vef Skólamynda ehf.

Myndataka á vegum Skólamynda ehf. fer aðeins fram ef fyrir liggur upplýst samþykki frá forráðamönnum. Þessi undirskrift fer fram á vegum þess skóla sem myndað er í hverju sinni, áður en myndatakan fer fram.

Slíkt samþykki er hægt að draga til baka hvenær sem er með því að senda tölvupóst á skólann eða á skolamyndir@skolamyndir.is. Afturköllun samþykkis hefur þó ekki áhrif á lögmæti vinnslu fram að afturkölluninni. Óski forráðamenn eftir að afturkalla samþykki sitt eftir að myndir hafa verið gerðar sýnilegar á lokuðu svæði bekkjar/deildar verða einstaklingsmyndir fjarlægðar og myndum eytt af viðkomandi nemanda. Vegna eðlis bekkjarmynda er þó ekki hægt að afmá andlit af þeim.

 

Skólamyndir ehf. vinnur aðeins með persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna þjónustunnar og miðlar aldrei myndum af nemendum né öðrum persónuupplýsingum til óviðkomandi þriðja aðila.

 

Skólamyndir ehf. nýtir aldrei myndir í öðrum tilgangi en sem kemur fram í persónuverndarstefnu þessari, nema að viðkomandi forráðamaður sé upplýstur um þann tilgang og að fyrir liggi upplýst samþykki.

 

Um myndbirtingar

Myndir af nemanda, einstaklingsmyndir og bekkjar/árganga/deildarmyndir eru birtar á lokuðu svæði bekkjar/árgangs/deildar.

 

Engin nöfn koma fram við myndir sem settar eru á svæði bekkjardeilda, hvorki við andlits- né hópmyndir.

Upplýsingar um nafn og bekk/deild nemanda koma frá skólanum. Tilgangurinn er að hægt sé að setja nöfn nemenda á hópmyndirnar áður en þær eru afhentar. Einnig til að tryggja að myndirnar séu aðgengilegar á viðeigandi aðgangsstýrðu svæði og að þær séu afhentar á réttan stað.

 

Upplýsingar sem nauðsynlegt er að gefa, til að fá pöntun afgreidda og svo hægt sé að senda staðfestingu á að pöntun hafi borist.

Nafn kaupanda/forráðamanns

Netfang

 

Valkvæðar upplýsingar(ekki nauðsynlegt til að fá pöntun afgreidda en auðveldar afhendingu pantana í skóla)

Heimilisfang kaupanda

Póstnúmer kaupanda

Símanúmer kaupanda

Nafn barns

Deild/bekkur barns

 

Sé greitt með greiðslukorti fer greiðsla fram í gegnum greiðslugátt Valitor og engar persónugreinanlegar upplýsingar verða til hjá Skólamyndum ehf. vegna greiðslunnar. Sé greitt með millifærslu kemur nafn og kennitala kaupanda fram við millifærslur milli bankareikninga.

 

Hvernig og hve lengi eru persónuupplýsingar varðveittar?

Myndir af nemendum og bekkjardeildum eru geymdar á aðgangsstýrðu svæði hvers bekkjar á vefnum www.skolamyndir.is. Myndirnar eru sýnilegar forráðamönnum í einn mánuð. Að þeim tíma loknum er svæðinu læst og öllum myndum síðan eytt ári síðar.

 

Hvernig er öryggi persónuupplýsinga háttað?

Starfsmenn/eigendur Skólamynda ehf. sjá um alla vinnslu mynda og að setja þær upp á vefinn, fjarlægja og eyða þeim. Tölvufyrirtækið Smartmedia hýsir vefinn www.skolamyndir.isog tryggir að vinnslan sé í samræmi við lög og reglur um persónuvernd.  Í mörgum tilfellum notum við undirvinnsluaðila við vinnslu á hópmyndum.  Myndirnar eru þá sendar í gegnum netið til fyrirtækis sem heitir Lavalu og er staðsett í Bandaríkjunum.  Þær hópmyndir sem eru sendar á þennan hátt hafa engin nöfn eða aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

 

Réttur einstaklinga samkvæmt persónuverndarlögum

Skólamyndir ehf. leggur áherslu á að virða réttindi einstaklinga samkvæmt persónuverndarlögum. Komi fram beiðni um nýta þennan rétt skal hún send á netfangið skolamyndir@skolamyndir.is. Hér skal einnig bent á að hægt er að bera vinnslu persónuupplýsinga undir stofnunina Persónuvernd, sjá nánar www.personuvernd.is.

 

Frekari upplýsingarog endurskoðun persónuverndarstefnunnar

Ef óskað er frekari upplýsinga eða að koma á framfæri athugasemdum vegna vinnslu persónuupplýsinga hjá Skólamyndum ehf. er hægt að  senda póst á skolamyndir@skolamyndir.is

 

Persónuverndarstefna Skólamynda ehf. verður endurskoðuð reglulega og fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta henni, meðal annars ef breytingar verða á starfsemi fyrirtækisins eða lögum og reglum um persónuvernd.